Hvernig á að stilla sýrustig

Að mæla og stilla sýrustig ( pH gildi)

Flestar plöntur vilja pH á milli 5,5 – 6,5.

Sem dæmi er hreint vatn á höfuðborgarsvæðinu oft með frekar hátt sýrustig (basískt ) 
pH gildi milli 8,5–9,8. 

Það getur verið mismunur á hvaða sýrustig hver og ein planta vill,flestar vilja vera á milli 5,5-6,5 en sumar skera sig úr td. bláberjarunnar,lyngrósir,Venus fly trap og fleiri vilja  súrari jarðveg.
Það er einfalt að fletta upp á netinu og finna hvað hentar hverri og einni plönt.

Eftir að búið er að finna stöðuna á sýrustiginu þarf að meta hvort þurfi að lækka eða að hækka það.

Til þess að lækka sýrustigið bætum við sýru (pH Down) í vatnið en basa (pH Up) til að hækka sýrustigið. Hægt er að fá pH Down bæði í duft og vökvaformi.

Einfalt er að mæla pH gildi í vatni

   Fylla hálft glasið                    Setja 2 dropa                               Blanda létt                           Liturinn sínir stöðuna

Setjið næringarefnin út í vatnið áður en þið mælið eða sýrustillið. Næringin lækkar vanalega pH gildi vatnsins .
Eftir að búið er að bæta næringunni út í og blanda vel, mælið þá hver staðan er.
Ef pH gildið er ekki eins og það á að vera, ætti að nota viðeigandi stillivökva til að rétta pH gildið af.
Notið lítið af vökvunum í einu á meðan þið eruð að læra inn á hversu mikið þið þurfið.

Gott er að mæla sýrustigið reglulega ef ræktað er í vatnsræktun eða að sýrustilla vatnið sem verið er að vökva með.þegar jarðvegur er notaður.