Verslun

Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Hægt er að borga með Visa, Mastercard, Visa Electron eða Maestro á öruggri greiðslusíðu Valitor hjá okkur.Einnig er hægt að greiða með Netgíró.

Persónuvernd

Farið er með allar persónuupplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu.

Sendingar

Pantanir í netverslun verða afhentar 1-2 virkum dögum til flutningsaðila.

Innigarðar: senda frítt á næstu póstmiðstöð eða aðra flutningsaðila í Reykjavík vörur allt að 40kg. þyngd.

Kaupandi: greiðir sendingakostnað við pöntun.
Sendingar er hægt að velja að fá með Íslandspósti og Dropp. 

Þungar sendingar:  ef senda þarf vöru með sendibíl frá Innigörðum til flutningsaðila þá er það gert í samráði við kaupanda, kaupandi greiðir.

 

Ábyrgð á vöru í flutningi

Á öllum pöntunum  gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar flutningsaðila.Innigarðar ehf. bera samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.

Við hvetjum kaupendur að tryggja viðkvæmar vörur og verðmætar sendingar.

 

Skilafrestur

Kaupandi getur skilað vöru innan 60 daga, að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum.

 Undanþegið er öll næring ,viðbótarefni ( í vökvaformi )  og perur.

Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið.

Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Séu vöruskil samþykkt, er varan endurgreidd á sama máta og hún var greidd.

 

Gölluð vara

Kaupanda ber að sýna kvittun fyrir kaupunum eða aðra staðfestingu um viðskiptin.Komi fram galli á vöru er ávallt boðið viðgerð á vöru ef því verður við komið annars skipt út fyrir nýja.

Ef ekki fæst nákvæmlega eins vara ógölluð fær viðskiptavinur vöruna endurgreidda óski hann þess.

Ávallt skal reyna að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það er ekki mögulegt er hægt að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa sem hýst er af Neytendastofu.

 

Netverð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Innigarðar ehf.  áskilja sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða ef vara er ekki til.