EC gildi
EC er mælieining yfir það hvað mikil næring er í vatninu sem vökva skal með eða hvað mikil næring er í jarðveginum.
Hægt er að fá EC mæla sem henta til að mæla næringu í vatni og eins mæla til að mæla næringarstyrk í jarðvegi.
Ef ræktað er í jarðvegi ( kókos eða mold ) þá er næring gefin sjaldnar, fer eftir því hvaða plöntur verið er að rækta.
Gott er að hafa EC töflu til hliðsjónar þegar velja á plöntur saman td.í Autopot þar sem allar plöntur tengdar inn á sama næringartankinn fá sömu næringarböndu.
Þó ekki sé EC mælir til staðar er hægt að nýta sér töfluna til að sjá uþb. hvað sterka blöndu hver og ein planta þarf.