Næringarefnin
Með því að kynna sér plöntuna sem á að rækta, má finna út hvaða áburðarblanda hentar best.
Plöntur lifa á ýmsum efnum. Um tuttugu frumefni standa aðallega að baki þeim.
Viss frumefni tekur plantan upp í meira magni en önnur
þ.e. köfnunarefni (N), fosfór (P) og kalí (K).
Önnur efni sem ekki teljast aðalnæringarefni eru ekki síður mikilvæg.
Í stað nafna eru notaðar alþjóðlegar efnafræðimerkingar fyrir frumefnin og standa þá tölur með sem vísa í magn.
N Köfnunarefni
P Fosfór
K Kalí
Ca Kalsíum
Mg Magnesíum
Fe Járn
S Brennisteinn
B Bór
Mo Molybden
Cu Kopar
Zn Zink
Co Kolbalt
Mn Mangan
Köfnunarefni ( N )
Köfnunarefni er eitt að þremur aðal næringarefnum plöntunnar, ásamt fosfór ( P ) og kalí ( K ). Plantan notar köfnunarefni í miklu mæli til að geta myndað blaðgrænu og þar með framleitt næringu.
-
Of lítið köfnunarefni
Ný blöð verða gulleit vegna skorts á blaðgrænu. Vöxtur verður lítill sem enginn.
-
Of mikið köfnunarefni
Plöntur vaxa hratt og stoðvefurinn nær ekki að myndast í samræmi við stærð, plantan verður viðkvæmari.
Fosfór ( P )
Fosfór er mikilvægasta næringarefnið til myndunar á nýju erfðarefni og hefur því oft verið sett í samband við blómgun. Fosfór er rótarstyrkjandi.
-
Of lítið fosfór
Blómgun verður lítil sem engin, blaðlitur verður dökkgrænn eða jafnvel bláleitur.
Kalí ( K )
Með kalí stjórnar plantan vökvaflæði um frumurnar.
-
Of lítið kalí
Plönturnar verða slappar þó að nægur raki sé til staðar. Blöðin verða gulgræn eða grágræn.
-
Of mikið kalí
Frumuveggir springa, afleiðingarnar verða slepjulegar, vatnskenndar plöntur.