Ostrusveppir byrjunarsett

4,500 kr.
Emmson fata
+

Ostruusveppir ræktaðir úr kaffikorginum þínum.

Vertu þinn eiginn sveppabóndi heima í eldhúsi.

Nú geturðu breytt kaffikorginum þínum í dýrindis ostrusveppi heima í eldhúsi. Eina sem þú þarft er fata, sveppþræðir og kaffikorgur sem fellur til á heimilinu.
Þú byrjar á því að þrífa fötuna þína með sjóðandi heitu vatni, gott hreinlæti eykur árangur. Síðan seturðu 1 dl af notuðum köldum kaffikorg í botninn á fötunni og blandar sveppþráðunum (sem þú færð með fötunni) saman við kaffikorginn.
Svo er bara að bíða í nokkra daga þangað til að toppurinn á kaffinu er orðinn hvítur og loðinn. Þá er tími til að bæta meira kaffi ofan á. Gott er að setja ekki meira en 2 cm lag í hvert sinn og hægt að bæta í litlum skömtum eftir hverja uppáhellingu. Þetta er svo endurtekið þar til massinn er búinn að fylla út í fötuna. Þá fer sveppurinn að vaxa út um götin. Fyrsti ferillinn tekur um 4-6 vikur.
Hægt er að uppskera sveppi nokkrum sinnum á meðan massinn er að brotna niður. Þegar sveppirnir eru hættir að vaxa út úr fötunni er 80% af rotmassanum hent þar sem við á. Restin af rotmassanum eða þessi 20% eru svo notuð aftur til að endurtaka hringinn. Þá bætið þið alltaf smá kaffi ofan á hvíta massann þar til fatan er orðin full aftur.

Einföld snilld!

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar...

 

Hring eftir hring eftir hring - Skoðaðu myndbandið

 

Upplýsingar um svepparækt (Svepparæktun__Innigarðar_-_miði_sem_fylgir_dósinni.docx, 33 Kb) [Download]