Vatnsræktun

Hvað er vatnsrækt?

Að rækta í vatni, þar sem engin mold er notuð er í raun ótrúlega einfalt.
Það sem til þarf er súrefnisríkt vatn, góð næring, hiti og birta.

Næringarlausninni má líkja við fljótandi jarðveg sem er auðugur af steinefnum, snefilefnum og súrefni.

  • Í vatnsrækt geturðu haft fullkomna stórn á næringarupptöku plantna.
  • Plöntur vaxa margfalt hraðar og gefa stærri og meiri uppskeru.
  • Auðveldara er að koma í veg fyrir pöddur og jarðvegsbundnar óværur sem þrífast vanalega í mold.