Bokashi Organico - 2 tunnur


Verð:
Tilboðsverð14.695 kr

Lýsing

Bokshi jarðvegsgerð

Snjöll leið til að draga úr sóun og nota það sem tilfellur inni á heimilum.

 Að breyta afgangsmat í mold.

Bokashi er moltunaraðferð sem býr til moltu í loftfirrtu gerjunarferli.
Bokasi settinu fylgja tvær fötur og 1kg Bran niðurbrotsefni
Bokasi er notendavæn aðferð og það má setja nánast allan lífrænan úrgang í Bokashi tunnuna.

Hvernig virkar tunnan ?
Tunna er fyllt smátt og smátt með lífrænum úrgangi.
Þegar tunnan er full er hún skilin eftir í amk. tvær vikur á meðan innihaldið er að gerjast.
Að gerjun lokinni er innihaldið grafið niður úti í garði, sett í moltutunnu eða
í lífræna ruslið.Tunnan er höfð inni td.undir vaskinum eða þar sem henntar.
Það berst engin lykt frá tunnunni.
Með tímanum verður til afbragðs jarðvegur.

Af og til er vökva tappað af tunnunni. Þann vökva er hægt að þynna með vatni og nota sem milda og fjölbreytta næringu á plöntur.
Bokashi er góð leið til að nota betur það sem tilfellur á hverju heimili,það er okkar framlag í að vinna gegn hnattrænni hlýnun.

Enginn getur allt, allir geta eitthvað.

Það sem má setja tunnuna er nærri allt sem tilfellur í eldhúsinu:
Ávexti og grænmeti *börk af sítrónu,appelsínum og bönunum*allt kjöt
* osta * fisk * egg * jógúrt * brauð * kaffikorg * te poka
* blóm og svolítið af eldhúsbréfi.

Hvað má ekki setja í tunnuna:
Vökva: edik * djús * mjólk * olíur * vatn
Annað: *stór bein * ösku * dýraúrgang * pappír

Hvernig á að nota Bokashi