Meindýr og lífrænar varnir

Algengustu meindýrin á gróðri í gróðurhúsum, garðskálum og innandyra og helstu lífrænu varnirnar gegn þeim.

 
                               Blaðlús                                                          Sníkjuvespa að verpa í blaðlús

Blaðlýs. (ýmsar tegundir). Stærð 1 – 5 mm.

Hvar halda þær sig helst?

 • Halda sig mest í kringum vaxtarbrodd sprotanna og á yngstu blöðunum

Einkenni

 • Hvítir hamir sem liggja ofan á blöðunum.
 • Sjúga næringu úr frumunum og blöðin krumpast.
 • Sykurkenndur saur sem hýsir sótsveppi.
 • Sjást með berum augum.

Lífrænar varnir sem við mælum með: APHISCOUT (5 tegundir af sníkjuvespum í stauk, 250 stk.)

 
                             Spunamítill                                                    Ránmítill að yfirbuga spunamítil

Spunamítlar (spunamaur, roðamaur). Stærð 0,4 – 0,5 mm.

Hvar halda þeir sig?

 • Lirfur og fullvaxin dýr eru neðan á blöðunum og sjúga næringu úr plöntunum.

Einkenni

 • Skemmdirnar sjást sem gulir blettir á efri hluta blaðanna byrja oftast næst blaðstilknum.
 • Ef mikið er af þeim, gulna blöðin og við sjáum spunaþræði.
 • Sjást með berum augum- stækkunargleri.

Lífrænar varnir sem við mælum með: SPIDEX (Ránmítlar, 2000 stk.)

 
                            Kögurvængja                                                Ránmítill að borða kögurvængju

Kögurvængjur (trips, nokkrar tegundir) Stærð 1 – 2 mm.

Hvar halda þær sig helst?

 • Halda sig neðan á blöðum, blómatrips í blómum, púpustig í jarðvegi eða á plöntunni

Einkenni

 • Skemmdir sjást sem dreifðir blettir um allt blaðið.
 • Sjúga næringu og skemma frumurnar.
 • Draga úr vexti.
 • Útlitsskemmdir.
 • Sjást með berum augum.

Lífrænar varnir sem við mælum með: THRIPEX (Ránmítlar á blöð, 50.000 stk.) og ENTOMITE (Ránmítlar í jarðveg, 10.000)

 
                                Mjöllús                                         Sníkjuvepa að verpa inn í egg mjöllúsarinnar

Mjöllús (hvítfluga), fullvaxin um 1,5 til 2 mm.

Hvar halda þær sig helst? 

 • Halda sig mest í toppi plantna og á neðraborði blaða.

Einkenni

 • Ef komið er við plönturnar, flýgur mjöllúsin upp.
 • Lirfurnar sjást á  neðra borði eldri blaða.
 • Sogskemmdir og sykurkenndur saur leggst á blöðin og á honum þrífast sótsveppir.
 • Sjást með berum augum.

Lífrænar varnir sem við mælum með: EN-STRIP (Sníkjuvespur, 3.000 stk.)

 
                                Ranabjalla                                                                  Svarðmý

Við erum einnig með lífrænar varnir gegn Ranabjöllum og Svarðmýi. 
Hafa þarf í huga að jarðvegshiti sé kominn yfir 8°C til að hægt sé að nota lífrænar varnir gegn þeim.

Lífrænar varnir eru lifandi verur og því þarf að panta þær vikulega.
Engar lífrænar varnir eru geymdar á lager í versluninni. 

Pantanir eru aðeins gerðar gegn fyrirframgreiðslu. 


Pöntun þarf að vera frágengin fyrir klukkan 13:00 á miðvikudögum og þær síðan afhentar næsta mánudag þar á eftir.

Hægt er að panta lífrænar varnir í síma 534-9585 eða í verslun okkar Hraunbæ 117.