Svepparæktun

Sveppabóndi 

Ostrusveppir ræktaðir í fötu úr kaffikorginum þínum. 

Nú geturðu breytt kaffikorginum þínum í dýrindis ostrusveppi. Það sem þarf er fata, sveppþræðir og kaffikorgur
sem fellur til á heimilinu og spreybrúsi fyrir vatn.

Þú byrjar á því að þrífa fötuna þína með sjóðandi heitu vatni, gott hreinlæti skilar betri árangi.
Sveppaþráðum sem fylgja byrjunarsettinu er blandað saman við kaffikorg sem búið er að hella uppá og nýta.

Svo er bara að bíða í nokkra daga þangað til að toppurinn á kaffinu er orðinn hvítur og loðinn ca. 60%-80%.
Þá er tími til að bæta meira kaffi ofan á. Fatan er fyllt með kaffikorg í smá skömmtun umþb. á þriggja til fjögurra daga fresti,
helst ekki meira 2 cm lag í hvert sinn. 

Þetta er svo endurtekið þar til massinn er búinn að fylla út í fötuna. Þá fer sveppurinn að vaxa út um götin.
Fyrsti ferillinn tekur um 3-8 vikur, fer eftir aðstæðum.

Hægt er að uppskera sveppi úr fötunni ca.3sinnum, þá er massanum skipt upp , um 20% tekin,mulin niður og úðað yfir vatni
og byrjað aftur að fylla fötuna.
Það sem af gengur er hægt að nota í fleiri fötur, í safnkassa eða prófa að setja klumpana undir tré og sjá hvort ekki
gerist eitthvað spennandi.

Góðar leiðbeiningar fylgja hverri fötu.

 

Meira hér.. sveppir hafa framhaldslíf