Vatnsrækt
Að rækta í vatni, þar sem engin mold er notuð er í raun ótrúlega einfalt.
Það sem til þarf er súrefnisríkt vatn, góð næring, hiti og birta.
Þegar ræktað er í vatns-eða úðaræktunarkerfum er hægt að hafa fullkomna stjórn á næringarupptöku plantna.
Vaxtaskeiðið verður margfalt hraðara og afurðir plantnanna stærri og þyngri.
Þar sem enginn jarðvegur er til staðar er auðveldlega hægt
að koma í veg fyrir pöddur og aðrar óværur sem lifa td. í mold.
Hægt er að líkja næringarlausninni sem fljótandi jarðvegi auðugum af næringu, steinefnum, snefilefnum og súrefni.